Attention

Please confirm your region. If your region is not listed below, unfortunately there is no specific website available. Please note that by confirming your region, you approve of cookies being stored on your computer from this website.
Australian flag Australia EU flag European Union Swiss flag Switzerland Iceland flag Iceland Norway flag Norway
Vinsamlegast athugið að með því að velja þetta svæði er áður tilgreindum stað breytt. Vinsamlegast staðfesta að halda eigi áfram og leiðsögn í framhaldinu verður í samræmi við það
Leiðbeiningar um lísdexamfetamíntvímesýlat (LDX) við ADHD Fyrir heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi
Ísland
Um lísdexamfetamíntvímesýlat (LDX) Fara á:
Ábending
 • Elvanse Adult er ætlað sem hluti af alhliða meðferðaráætlun við athyglisbresti/ofvirkni (ADHD) hjá fullorðnum.

 • Elvanse Adult er ekki ætlað öllum fullorðnum sjúklingum og við ákvörðun um notkun lyfsins þarf að taka tillit til upplýsinga um sjúkling, liggja þarf fyrir ítarlegt mat á alvarleika og varanleika einkenna sjúklingsins, möguleikanum á misnotkun, rangri eða breyttri notkun og klínískri svörun við fyrri lyfjameðferðum til meðferðar á ADHD.
 • Meðferð skal vera undir eftirliti sérfræðings í hegðunarröskunum. Greining skal vera byggð á heildarsjúkrasögu og mati á sjúklingnum samkvæmt gildandi DSM-skilmerkjum eða leiðbeiningum í ICD. Ekki má byggja greiningu eingöngu á því að eitt eða fleiri einkenni séu til staðar. Hjá fullorðnum þurfa einkenni ADHD einnig að hafa verið til staðar í barnæsku og skal staðfesta þau afturvirkt (með því að skoða sjúkraskýrslur sjúklingsins eða með viðeigandi og stöðluðum aðferðum eða viðtölum ef sjúkraskýrslur liggja ekki fyrir). Samkvæmt klínísku mati skulu sjúklingar vera með a.m.k. miðlungsalvarlegan ADHD sem auðkenndur er með a.m.k. miðlungsmikilli virkniskerðingu á tveimur eða fleiri sviðum (t.d. félagslegu, menntunarlegu og/eða starfstengdu sviði) sem hafa áhrif á ýmsa þætti í lífi einstaklingsins.
 • Nákvæm orsök þessa heilkennis er óþekkt og ekki er til neitt algilt greiningarpróf. Fullnægjandi greining sjúkdómsins krefst notkunar á læknisfræðilegum og sérhæfðum sálfræðilegum, menntunarlegum og félagslegum úrræðum.
 • Alhliða meðferðaráætlun felur yfirleitt í sér sálfræðileg, menntunartengd, hegðunartengd, starfstengd og félagsleg úrræði ásamt lyfjameðferð og er ætlað að koma á stöðugleika hjá fullorðnum sjúklingi með hegðunarheilkenni sem lýsir sér með einkennum sem geta m.a. verið langvarandi saga um einbeitingarörðugleika, einbeitingarskort, hvatvísi og ofvirkni.
 • Elvanse Adult á alltaf að nota í samræmi við samþykkta ábendingu.
 • Nánari upplýsingar er að finna í samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Elvanse Adult á þessari síðu eða á www.serlyfjaskra.is.
Aftur efst
Ávísun Elvanse Adult
 • Elvanse Adult (LDX) er eftirritunarskylt lyf. Hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti.
 • Áður en Elvanse Adult er ávísað skulu þeir sem ávísa lyfinu hafa í huga allar öryggisupplýsingar um lyfið, þ.m.t. frábendingar, sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun og aukaverkanir:
  • Ítarlega samantekt er að finna í samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Elvanse Adult á þessari síðu eða www.serlyfjaskra.is
 • Þessi vefsíða inniheldur hjálpartæki til notkunar fyrir ávísun og meðan á meðferð með Elvanse Adult stendur:
Aftur efst